top of page
462641182_1077803640290385_1726410540903238611_n.jpg

Rafíþróttir​

Yfirþjálfari: Loftur Árni Björgvinsson

Þjálfarar: Gabríel Berg Rúnarsson og Gunnar Jökull Sigurðsson

​​

Félagið býður upp á rafíþróttir tvisvar í viku fyrir 3. bekk og eldri.

Æfingar 3. - 5. bekkjar eru í klst. í senn og 6. bekk og eldri í 1,5 klst.

​​

Markmið félagsins er að​ bjóða upp á vel skipulagt, eflandi og jákvætt rafíþróttastarf fyrir börn og unglinga. Að bjóða upp á faglega þjálfun sem styður við gildi og stefnur félagsins og að kenna iðkendum mikilvægi líkamlegrar- og andlegrar heilsu og veita leiðsögn og þjálfun á því sviði. 

Starfinu er ætlað að huga vel að félagslegum tengingum og hlúa og ná til fjölbreytileika samfélags og fyrirbyggja félagslega einangrun spilara með það að áherslu að kenna iðkendum að þekkja tölvurnar sem verkfæri en ekki verkstjóra, að efla félagsfærni, stuðla að jákvæðri tölvuleikja upplifun í heildstæðu og faglegu umhverfi sem veitir aðhald og er hvetjandi. 

Back to Top
Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page