top of page


Alexandra og U18 landsliðið landaði gulli
Alexandra Björg tók þátt í Evrópumóti Smáþjóða í U18 aldursflokki í Dublin á dögunum. Stelpurnar spiluðu mjög vel á mótinu og kepptu úrslitaleik á móti Færeyjum eftir að stelpurnar höfðu unnið alla sína leiki á mótinu. Ísland vann leikinn 3-1 og lönduðu þær gulli á mótinu og komast þær því áfram á EM í júlí í sumar. Við óskum Alexöndru Björgu og stelpunum í landsliðinu til hamingju með árangurinn og hlökkum til með að fylgjast með þeim á EM í sumar. Það er frábært að fylgjast
umfgrund
Jan 18


Aðalfundur UMFG
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2026 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.
umfgrund
Jan 16


5. deildin á Íslandsmóti
Um helgina fór fram annar hluti Íslandsmótsins í blaki neðri deilda. Stelpurnar í 5. deildinni áttu eitt lið á mótinu sem haldið var í Varmá í Mosfellsbæ. Stelpurnar spiluðu 6 leiki um helgina og unnu þær 2 leiki og töpuðu 4, einum í oddahrinu. Leikirnir voru allir jafnir og spennandi og var gaman að sjá liðsandann og baráttuna. Stelpurnar eru nú í 10. sæti í riðlinum og keppa því í B riðli helgina 20. - 22. mars í Kópavogi. Á þessu ári hefur fjölgað í hópnum og því voru nokk
umfgrund
Jan 13


Hvatningarverðlaun HSH
Í gær fengu Gréta, Eva Kristín og Silja sjálfboðaliðar fyrir Blakdeild UMFG og Skíðaráð UMFG viðurkenningu frá HSH fyrir eftirtektarverða uppbyggingu og fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Hér á eftir má sjá tilnefninguna sem UMFG sendi inn þar sem stiklað er á stóru um hvað þessar deildir hafa unnið að á síðustu árum. Skíðaráð UMFG "Skíðaráð UMFG hefur á undanförnum árum unnið mikið og gott starf við uppbyggingu Skíðasvæðis Snæfellsness. Á síðustu árum hefur verið
umfgrund
Jan 12


Alexandra Björg valin íþróttamanneskja Grundarfjarðar og HSH
Þann 31. desember fór fram val á íþróttamanneskju Grundarfjarðar. Alexandra Björg Andradóttir var kjörin íþróttamanneskja Grundarfjarðar annað árið í röð. Í dag fór fram kjör á íþróttamanneskju HSH og var Alexandra einnig valin þar. Hún var kjörin blakíþróttamanneskja HSH, en valin er ein manneskja í hverri íþrótt og svo er kosið á milli þeirra hver hlýtur titilinn íþróttamanneskja HSH. Hér á eftir er samantekt á árangri hennar á árinu. Alexandra Björg er efnilegur og öflugu
umfgrund
Jan 11


Alexandra í Dublin
Alexandra Björg er nú komin til Dublin þar sem hún mun næstu daga keppa með U17 landsliðinu á Evrópumóti smáþjóða í blaki. Mótið hefst á morgun, mánudaginn 12 janúar. Mótið er einnig undankeppni fyrir Evrópumótið 2026! Hægt er að fylgjast með leikjunum hér: https://www.youtube.com/@VolleyballIrelandVLY Áfram Ísland - Áfram Alexandra 🏐👏
umfgrund
Jan 11


Annáll 2025
Á árinu hefur verið mikið um að vera hjá félaginu. Félagið hefur boðið upp á æfingar í sex íþróttagreinum auk íþróttaskóla - þ.e. í fótbolta, blaki, frjálsum, fimleikum, rafíþróttum og badminton. Aðsókn í íþróttir er góð og erum við með þónokkur börn að æfa hjá félaginu sem hafa ekki búsetu í Grundarfirði. Einnig er góð aðsókn í blak hjá meistaraflokki kvenna, en við erum bæði með 1. deildar lið og 5. deildar lið sem er að keppa á Íslandsmótinu. Síðasta vetur spilaði neðri de
umfgrund
Dec 31, 2025


Vel heppnað badmintonmót
Félagið hélt jóla badmintonmót þann 29. desember. Mikill áhugi var á mótinu og skráðu 20 lið sig til leiks. Spilaður var tvíliðaleikur þar sem liðin samanstóðu af einu barni og einum fullorðnum. Spilað var á þremur völlum í fjórum riðlum. Hvert lið dróg miða með númeri þegar þau mættu og sagði númerið til um í hvaða riðli liðið myndi spila. Efstu liðin í hverjum riðli mættust síðan í undanúrslitum og síðan voru spilaðir úrslitaleikir. Dregið var hvaða lið mættust í undanúrli
umfgrund
Dec 29, 2025


Jólablakmót
Laugardaginn 27. desember hélt Víkingur skemmtimót í blaki sem ætlað var fyrir allt Snæfellsnesið. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið og var þátttaka góð. UMFG fjölmennti á mótið og voru með 6 lið skráð. Þrjú lið í efri deild kvenna, eitt lið í neðri deild kvenna og tvö lið í karladeild. Mótið heppnaðist vel og var mikil ánægja með hvernig til tókst. UMFG 1 sigraði efri deildina, UMFG ungar sigruðu neðri deildina og UMFG 1 karlar sigruðu karladeildina. Við viljum þakk
umfgrund
Dec 27, 2025


Stofnun píludeildar UMFG
Nú í haust ákvað félagið að stofna Píludeild UMFG. Stjórnarmeðlimir, ásamt öðrum góðum sjálfboðaliðum fóru í það að skoða húsnæði sem kæmu til greina undir svoleiðis starfsemi og að lokum fékkst velvild fyrir því að fá leigt húsnæði í eigu bæjarins að Grundargötu 30, kjallara. Gengið var frá leigusamningi þann 7. nóvember síðastliðinn. Mikil vinna hefur nú þegar farið fram en einnig er mikil vinna fyrir höndum við að koma húsnæðinu í píluhæft stand. Félagið hefur fest kaup á
umfgrund
Nov 24, 2025


Frábærri mótshelgi lokið hjá 5.deildinni
Blakdeild UMFG hélt um helgina fyrsta hluta Íslandsmótsins í 5. deild kvenna í blaki. Alls kepptu 13 lið á mótinu sem var haldið í Grundarfirði og Ólafsvík. Spilað var í Grundarfirði á föstudag og sunnudag og í Ólafsvík á laugardag. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem UMFG heldur slíkt mót en í maí á næsta ári mun félagið einnig halda seinni hluta Íslandsmótsins í U12 og U14 í barnaflokki. Til þess að lítið félag eins og okkar geti haldið slík mót þurfum við aðstoð mar
umfgrund
Oct 28, 2025


Alexandra í Færeyjum með U19 landsliðinu
Þessa daga er Alexandra Björg Andradóttir í Færeyjum þar sem hún keppir með U19 landsliðinu í blaki. Hægt er að fylgjast með leikjunum hér: https://sg.tv.fo/ras/?fbclid=IwY2xjawNoF1FleHRuA2FlbQIxMQBicmlkETBwa1I4MHRQaDRHYjNvUWtjAR4ZkLwMQeYQuKgHroUIwI9_F5YsS6mWGYiFwDEUGti2_eSuqpxgKqUOq7DCGw_aem_FClHf4cfr4hnC44CQL0gSg Fyrsti leikurinn var í morgun. Næsti leikur er í dag kl 16:00 Leikur á morgun, laugardag kl 9:00. Það kostar ekkert að horfa, en það þarf að búa til aðgang! Alexan
umfgrund
Oct 24, 2025


Íslandsmót 5. deildar um helgina
Íslandsmót 5. deildar kvenna verður haldið um helgina í Grundarfirði og Ólafsvík. UMFG er með lið á mótinu. Við viljum hvetja sem flesta til að kíkja á stemninguna og styðja stelpurnar okkar áfram.
umfgrund
Oct 24, 2025


Góð mæting á landsleikinn
Mánudaginn 13. október bauð félagið iðkendum og aðstandendum upp á að horfa á landsleik Íslands og Frakklands í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Félagið bauð upp á popp og djús og hægt var að kaupa pizzusneiðar frá Kaffi 59 á staðnum. Vel var mætt á viðburðinn en alls voru um 50 manns samankomnir að horfa á leikinn. Mikil stemning var í salnum og ekki skemmdu úrslit leiksins fyrir, 2-2. Margir iðkendur okkar fóru einnig á leikinn á Laugardalsvelli. Yngsti hópurinn gat svo setið og
umfgrund
Oct 14, 2025


Alexandra valin í landsliðshóp
Þjálfarar U19 landsliðanna hafa valið lokahópana sem munu ferðast á Norður Evrópumótið (NEVZA) í Þórshöfn í Færeyjum dagana 23.-27....
umfgrund
Sep 24, 2025


Frábær byrjun á tímabilinu
Meistaraflokkur kvenna í 1.de ildinni í blakinu hafa byrjað af krafti. Fyrsti leikur tímabilsins fór fram á heimavelli þann 14. se...
umfgrund
Sep 22, 2025


Víkingur Ó í úrslit
Grundfirðingarnir Reynir Már Jónsson og Haukur Smári Ragnarsson hafa verið að spila í sumar með meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur. Um...
umfgrund
Sep 22, 2025


Skráning á haustönn 2025
Nú er skráning hafin fyrir haustönn. Við viljum hvetja alla til að ganga frá skráningu í íþróttir sem fyrst, því það er mikilvægt að...
umfgrund
Sep 5, 2025


Aðstöðuhús á Grundarfjarðarvöll
Undanfarna mánuði hefur stjórn félagsins verið í viðræðum við Grundarfjarðarbæ vegna aðstöðuhúss á íþróttavelli. Æfingar félagsins fara...
umfgrund
Jul 15, 2025


Símamótið
Snæfellsnes samstarfið fór með 3 lið á Símamótið í Kópavogi um helgina. Alls voru 12 iðkendur frá UMFG sem tóku þátt í mótinu. Mótið er...
umfgrund
Jul 13, 2025
bottom of page