top of page
Search

5. deildin á Íslandsmóti

  • umfgrund
  • Jan 13
  • 1 min read

Um helgina fór fram annar hluti Íslandsmótsins í blaki neðri deilda. Stelpurnar í 5. deildinni áttu eitt lið á mótinu sem haldið var í Varmá í Mosfellsbæ.

Stelpurnar spiluðu 6 leiki um helgina og unnu þær 2 leiki og töpuðu 4, einum í oddahrinu. Leikirnir voru allir jafnir og spennandi og var gaman að sjá liðsandann og baráttuna.


Stelpurnar eru nú í 10. sæti í riðlinum og keppa því í B riðli helgina 20. - 22. mars í Kópavogi. Á þessu ári hefur fjölgað í hópnum og því voru nokkrar stelpur að stíga sín fyrstu skref á blakmóti.


Hópurinn sem tók þátt í mótinu um helgina
Hópurinn sem tók þátt í mótinu um helgina



 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page