Frábærri mótshelgi lokið hjá 5.deildinni
- umfgrund
- Oct 28
- 1 min read
Blakdeild UMFG hélt um helgina fyrsta hluta Íslandsmótsins í 5. deild kvenna í blaki. Alls kepptu 13 lið á mótinu sem var haldið í Grundarfirði og Ólafsvík. Spilað var í Grundarfirði á föstudag og sunnudag og í Ólafsvík á laugardag. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem UMFG heldur slíkt mót en í maí á næsta ári mun félagið einnig halda seinni hluta Íslandsmótsins í U12 og U14 í barnaflokki.
Til þess að lítið félag eins og okkar geti haldið slík mót þurfum við aðstoð margra sjálfboðaliða og við erum afar þakklát þeim fjölmörgu börnum, foreldrum og meistaraflokks konum sem eru tilbúin að leggja hönd á plóg. Takk fyrir ykkar framlag.
Krakkablakið sá um sjoppusölu og bauð upp á kjúklingasúpa, döðlugott, rúnstykki og allskonar gúmmelaði.
Takk fyrir frábæra helgi.








Comments