top of page
Search

Hvatningarverðlaun HSH

  • umfgrund
  • Jan 12
  • 2 min read

Í gær fengu Gréta, Eva Kristín og Silja sjálfboðaliðar fyrir Blakdeild UMFG og Skíðaráð UMFG viðurkenningu frá HSH fyrir eftirtektarverða uppbyggingu og fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.


Hér á eftir má sjá tilnefninguna sem UMFG sendi inn þar sem stiklað er á stóru um hvað þessar deildir hafa unnið að á síðustu árum.


Skíðaráð UMFG

"Skíðaráð UMFG hefur á undanförnum árum unnið mikið og gott starf við uppbyggingu

Skíðasvæðis Snæfellsness. Á síðustu árum hefur verið staðið fyrir söfnun til að kaupa nýjan snjótroðara og nú síðast safnað fyrir nýju aðstöðuhúsi sem var reis nú á haustmisserum. Húsið kemur til með að hýsa snjótroðarann, geyma dót sem skíðasvæðið á ásamt því að bæta aðstöðu gæslufólks og skíðafólks. Þá hafa ljóskastarar verið endurnýjaðir, snjógildrum komið upp og klöpp brotin til að bæta aðstöðu í brekkunni. Þetta hefur allt verið gert í sjálfboðaliðastarfi af hendi skíðaráðs en það þarf dugnað og eljusemi til að sinna stórum verkefnum sem þessum í sjálfboðaliðastarfi. Félagið er heppið með þessa öflugu sjálfboðaliða sem hafa lagt mikinn metnað í að byggja upp frábært skíðasvæði. Þessir einstaklingar eiga skilið mikið hrós fyrir sína vinnu."


Blakdeild UMFG

"Gréta, Eva Kristín og Silja hafa um árabil verið í stjórn blakdeildar UMFG. Þær eiga stóran þátt í uppbyggingu deildarinnar og þeirri velgengni sem lið UMFG hafa náð á þeim mótum sem farið hefur verið á. Blakdeild UMFG á lið í 1. deild og einnig í 5. deild ásamt því að vera með tæplega 40 iðkendur í yngri flokkum. Þær hafa haldið utan um starfið, skipulagt mót, séð um fjáraflanir og um öll samskipti við Blaksamband Íslands. Þá taka þær að sér liðsstjórn, gistingu og þjálfun á mótum yngri flokka án greiðslu. Þær eru góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur bæði innan vallar sem utan. Félagið er mjög þakklátt fyrir öll þau sjálfboðaliðstörf sem þær sinna og erum stolt af starfinu sem félagið stendur fyrir."


Skíðaráð UMFG þau Rut, Jón Pétur, Guðmundur og Hólmfríður (vantar nokkra fulltrúa) og Silja og Gréta fyrir Blakdeild UMFG (á myndina vantar Evu Kristínu).
Skíðaráð UMFG þau Rut, Jón Pétur, Guðmundur og Hólmfríður (vantar nokkra fulltrúa) og Silja og Gréta fyrir Blakdeild UMFG (á myndina vantar Evu Kristínu).

Við þökkum þessum frábæru sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag. Það er ómetanlegt að eiga svona gott fólk sem er boðið og búið að taka þátt í uppbyggingu og öllu starfi félagsins. Takk fyrir ykkur!

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page