top of page
Search

Stofnun píludeildar UMFG

  • umfgrund
  • Nov 24
  • 1 min read

Nú í haust ákvað félagið að stofna Píludeild UMFG. Stjórnarmeðlimir, ásamt öðrum góðum sjálfboðaliðum fóru í það að skoða húsnæði sem kæmu til greina undir svoleiðis starfsemi og að lokum fékkst velvild fyrir því að fá leigt húsnæði í eigu bæjarins að Grundargötu 30, kjallara. Gengið var frá leigusamningi þann 7. nóvember síðastliðinn. Mikil vinna hefur nú þegar farið fram en einnig er mikil vinna fyrir höndum við að koma húsnæðinu í píluhæft stand. Félagið hefur fest kaup á fjórum Scolia Home 2 kerfum. Þá sótti félagið um styrk til Hvatasjóðs ÍSÍ og fékk félagið 500.000 kr. styrk til uppbyggingar á deildinni. Þá sóttist félagið einnig eftir styrk til Lions og fengum við 300.000 kr. styrk þaðan. Þessir styrkir eru mikilvægir fyrir félagið til að geta komið píludeildinni á laggirnar. Einnig hafa einstaklingar og fyrirtæki styrkt félagið um timbur og flutning, þá hafa iðnaðarmenn og aðrir sjálfboðaliðar gefið vinnu sína til þess að gera þetta verkefni að veruleika. Þegar píluaðstoðan er klár mun félagið bjóða upp á barna og ungmennastarf ásamt því að Pílufélag Grundarfjarðar mun hafa aðstöðu þarna. Við erum full tilhlökkunar og vonumst til að geta boðið ykkur í opið hús í pílusalnum fyrir jól. Meira um það síðar.


Við erum þakklát fyrir þá velvild og aðstoð sem við höfum fengið í þessu verkefni, það er svo sannarlega hægt að segja að ungmennafélagsandinn lifir enn.


Hérna eru nokkrar myndir frá framkvæmdum sem hafa verið í gangi.

ree
ree

Verið að smíða falsvegg til að verja lagnirnar sem eru veggnum. Veggurinn verður aðal kastveggurinn
Verið að smíða falsvegg til að verja lagnirnar sem eru veggnum. Veggurinn verður aðal kastveggurinn

Eiður var boðinn og búinn að saga fyrir okkur
Eiður var boðinn og búinn að saga fyrir okkur

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page