Jólablakmót
- umfgrund
- Dec 27, 2025
- 1 min read
Laugardaginn 27. desember hélt Víkingur skemmtimót í blaki sem ætlað var fyrir allt Snæfellsnesið. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið og var þátttaka góð. UMFG fjölmennti á mótið og voru með 6 lið skráð. Þrjú lið í efri deild kvenna, eitt lið í neðri deild kvenna og tvö lið í karladeild. Mótið heppnaðist vel og var mikil ánægja með hvernig til tókst.
UMFG 1 sigraði efri deildina, UMFG ungar sigruðu neðri deildina og UMFG 1 karlar sigruðu karladeildina.
Við viljum þakka Víkingi fyrir að sjá um mótið og bjóða okkur að taka þátt í því.
Meðfylgjandi eru myndir frá mótinu.











Comments