Frábær byrjun á tímabilinu
- umfgrund
- Sep 22
- 1 min read
Meistaraflokkur kvenna í 1.deildinni í blakinu hafa byrjað af krafti. Fyrsti leikur tímabilsins fór fram á heimavelli þann 14. september þar sem stelpurnar mættu HK. Stelpurnar sýndu frábæran karakter og sigruðu leikinn 3-0.
Annar leikur þeirra fór fram í Hafnarfirði á móti Blakfélagi Hafnarfjarðar/Þrótti Rvk. en stelpurnar okkar unnu einnig þann leik 3-0.
Í gær fór fram þriðji leikur stelpnanna þar sem Afturelding mætti í fjörðinn. Stelpurnar okkar sigruðu einnig þann leik 3-0 eftir frábæra frammistöðu.
Það er gaman að sjá hversu margir mæta á heimaleikina og styðja stelpurnar áfram.
Áfram UMFG alltaf!










Comments