Góð mæting á landsleikinn
- umfgrund
- Oct 14
- 1 min read
Mánudaginn 13. október bauð félagið iðkendum og aðstandendum upp á að horfa á landsleik Íslands og Frakklands í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Félagið bauð upp á popp og djús og hægt var að kaupa pizzusneiðar frá Kaffi 59 á staðnum. Vel var mætt á viðburðinn en alls voru um 50 manns samankomnir að horfa á leikinn. Mikil stemning var í salnum og ekki skemmdu úrslit leiksins fyrir, 2-2. Margir iðkendur okkar fóru einnig á leikinn á Laugardalsvelli. Yngsti hópurinn gat svo setið og litað fótboltamyndir á meðan á leiknum stóð.
Viðburðir sem þessir þjappa hópinn saman og skapa skemmtilega stemningu og minningar.
Áfram UMFG - Alltaf!





Comments