top of page
Search

Vel heppnað badmintonmót

  • umfgrund
  • Dec 29, 2025
  • 1 min read

Félagið hélt jóla badmintonmót þann 29. desember. Mikill áhugi var á mótinu og skráðu 20 lið sig til leiks. Spilaður var tvíliðaleikur þar sem liðin samanstóðu af einu barni og einum fullorðnum. Spilað var á þremur völlum í fjórum riðlum. Hvert lið dróg miða með númeri þegar þau mættu og sagði númerið til um í hvaða riðli liðið myndi spila.

Efstu liðin í hverjum riðli mættust síðan í undanúrslitum og síðan voru spilaðir úrslitaleikir. Dregið var hvaða lið mættust í undanúrlistum og spiluðu Ingibjörg Eyrún og Kristján Pétur við Ragnar Smára og Gunnar Smára og sigruðu mæðginin eftir æsispennandi leik. Gunnar Andri og Kyrylo og Rósa og Sævar mættust í hinum undanúrslitaleiknum og sigruðu Gunnar og Kyrylo leikinn.


Gunnar og Kyrylo og Ingibjörg og Kristján mættust því í leik um 1. sætið og sigruðu Ingibjörg og Kristján eftir mikla baráttu. Gunnar Smári og Ragnar og Rósa og Sævar kepptu um 3.sætið og sigruðu feðgarnir Ragnar og Gunnar og lönduðu því 3.sætinu.


Liðin skiptust einnig með sér að sjá um dómgæslu og stigagjöf.


Mótið gekk vel fyrir sig og var gaman að sjá hversu margir sýndu þessu áhuga, bæði með því að taka þátt og koma og horfa á mótið. Áhugi á badminton er alltaf að aukast hjá félaginu og er gaman að sjá iðkendur okkar vaxa og taka framförum.


Meðfylgjandi eru myndir frá mótinu.


 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page