top of page
Search

Alexandra og U18 landsliðið landaði gulli

  • umfgrund
  • Jan 18
  • 1 min read

Alexandra Björg tók þátt í Evrópumóti Smáþjóða í U18 aldursflokki í Dublin á dögunum. Stelpurnar spiluðu mjög vel á mótinu og kepptu úrslitaleik á móti Færeyjum eftir að stelpurnar höfðu unnið alla sína leiki á mótinu. Ísland vann leikinn 3-1 og lönduðu þær gulli á mótinu og komast þær því áfram á EM í júlí í sumar.


Við óskum Alexöndru Björgu og stelpunum í landsliðinu til hamingju með árangurinn og hlökkum til með að fylgjast með þeim á EM í sumar.


Það er frábært að fylgjast með iðkendum okkar vaxa í blaki. Þessi árangur hjá Alöxöndru eru sönnun þess að blakið er á hraðri uppleið og verður gaman að fylgjast með yngri iðkendum okkar í náinni framtíð. Ekki skemmir fyrir að hafa fyrirmynd eins og Alexöndru í blaki.


Alexandra með gullpeninginn sinn og bikarinn sem Ísland hlaut
Alexandra með gullpeninginn sinn og bikarinn sem Ísland hlaut


Landsliðshópurinn sem tók þátt í Smáþjóðaleikunum
Landsliðshópurinn sem tók þátt í Smáþjóðaleikunum

Alexandra með alla verðlaunagripina sem hún hefur hlotið í byrjun árs fyrir góðan árangur í blaki
Alexandra með alla verðlaunagripina sem hún hefur hlotið í byrjun árs fyrir góðan árangur í blaki

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page