
Foreldraráð UMFG
Foreldraráð er ætlað til þess að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað félagsins. Góð samvinna heimila og íþrótta er kjörin leið til að efla starfið og jafnframt veita stjórn og þjálfurum aðhald.
Foreldrar geta lagt sitt á mörkum til að auka gæði íþróttastarfs barna með því að taka virkan þátt í starfinu.
Íþróttir eru ein besta forvörnin fyrir börn og ungmenni, það er því mikilvægt er að foreldrar sýni íþróttum barnanna áhuga.
Foreldraráð skipuleggur uppbrot tvisvar á ári, einu sinni á vorönn og einu sinni á haustönn.
Hlutverk foreldraráðs er:
-
Standa vörð um hagsmuni iðkenda UMFG
-
Sjá um skráningu barna á mót (tengiliðir Snæfellsnessamstarfs sjá um skráningu fyrir knattspyrnu)
-
Auka samstarf milli heimilis og íþrótta.
-
Efla samskipti milli iðkenda og foreldra annars vegar og stjórenda og þjálfara hins vegar.
-
Stuðla að bættri vellíðan iðkenda í leik og starfi.
-
Stuðla að jákvæðu og uppbyggilegu starfi innan viðkomandi flokks meðal annars með því að benda á mikilvægi virkrar og jákvæðar þátttöku foreldra og forráðamanna í starfi flokksins.
Í upphafi hvers starfsárs, að hausti, skulu foreldrar skipa a.m.k. tveggja manna foreldraráð innan hverrar deildar.
Heilræði til foreldra:
-
Hrósið öllum iðkendum meðan á leik og æfingu stendur, ekki aðeins þínu barni.
-
Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans, dómarans og annarra sem koma að leik eða æfingu.