Alexandra Björg íþróttamaður Grundarfjarðar 2024
- umfgrund
- Feb 24
- 2 min read
Val á íþróttamanni Grundarfjarðar var kunngert við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á gamlársdag.
Það er íþrótta- og tómstundanefnd Grundarfjarðarbæjar, ásamt fulltrúum íþróttafélaganna fjögurra, sem velur íþróttamann Grundarfjarðar út frá tilnefningum íþróttafélaga og deilda.
Að þessu sinni voru fjórir afreksíþróttamenn tilnefndir, en það voru þær Anna María Reynisdóttir fyrir golf, Dagný Rut Kjartansdóttir fyrir skotfimi, Sól Jónsdóttir fyrir hestaíþróttir og Alexandra Björg Andradóttir fyrir blak. Allar leggja þær mikinn metnað í sína íþrótt og eru góðar fyrirmyndir.
Fyrir valinu varð Alexandra Björg Andradóttir sem er aðeins 15 ára gömul, en hún hefur sýnt mikla hæfileika og framfarir í blakíþróttinni síðustu ár.
Hér má sjá tilnefningu frá blakdeild UMFG
Við erum stolt af því að tilnefna Alexöndru Björgu Andradóttur sem íþróttamann Grundarfjarðar 2024. Alexandra er aðeins 15 ára gömul og hefur sýnt ótrúlega hæfileika og miklar framfarir í blakíþróttinni síðustu ár. Alexandra spilar með þremur liðum innan UMFG og er hún er lykilleikmaður í þeim öllum, þ.e. með U16 kvenna liðinu, 6. deild kvenna og 1. deild kvenna.Í byrjun hausts var hún svo valin í U17 ára landsliðið eftir langar og strangar æfingahelgar sem hún sótti vel. Alexandra keppti með landsliðinu á Norðurlandamóti í Danmörku nú í október og vann liðið brons á því móti. Alexandra átti góðar innkomur með landsliðinu og er reynslunni ríkari eftir ferðina.Alexandra er vaxandi leikmaður og hefur framtíðina fyrir sér. Hún hefur mikið keppnisskap sem hefur oft verið erfitt að stjórna, en með eldmóði sínum og vinnusemi höfum við trú á því að henni muni takast að verða enn betri liðsmaður og leikmaður á komandi árum. Alexandra er fyrirmynd fyrir aðra unga íþróttamenn og óskum við henni innilega til hamingju með þessa tilnefningu og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.
Við óskum Alexöndru Björgu innilega til hamingju með titilinn og hlökkum til að fylgjast með henni á komandi árum.





Comments