top of page
Search

Alexandra valin í landsliðshóp

  • umfgrund
  • May 22
  • 1 min read

Það gleður okkur að segja frá því að Alexandra Björg Andradóttir hefur verið valin í annað sinn í landsliðshóp sem mun halda til Dublin á Írlandi dagana 26.-29. júní og taka þátt fyrir hönd Blaksambands Íslands með kvennaliði í Evrópukeppni smáþjóða (SCA). Þess má geta að Ísland mun tefla fram yngra liði en margir leikmannana hafa verið að spila með U17 og U19 landsliðunum síðasta ár líkt og Alexandra og eru því að taka sín fyrstu skref í alþjóðakeppni í fullorðinsflokki.


Við óskum Alexöndru til hamingju og óskum landsliðinu góðs gengis.

Alexandra Björg er góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur okkar, það er gott að hafa fyrirmynd sem hægt er að líta upp til og stefna hátt.


Áfram Ísland - áfram UMFG!


ree

ree

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page