top of page
Search

Aðstöðuhús á Grundarfjarðarvöll

  • umfgrund
  • Jul 15
  • 1 min read

Undanfarna mánuði hefur stjórn félagsins verið í viðræðum við Grundarfjarðarbæ vegna aðstöðuhúss á íþróttavelli. Æfingar félagsins fara fram á sumrin á vellinum, ásamt því að spilaðir eru heimaleikir hjá Snæfellsnes samstarfinu á vellinum. Það liggur því ljóst fyrir að það verður að vera einhver þjónusta á svæðinu. Það var því ákveðið að fjárfesta í tveimur gámahúsum sem voru sett niður á íþróttavellinum í dag. Í stærri gámnum verða tvö klósett, annað utangengt og hitt innangengt, sjoppuaðstaða fyrir UMFG, bekkur og hankar og í minni gámnum verður geymsla.


Við fögnum þessu skrefi og hlökkum til að gera völlinn og umhverfi hans enn fegurra á næstu mánuðum.


Unnið hefur verið hörðum höndum við að setja nýtt grindverk og á eftir að ljúka þeirri vinnu. Einnig þarf að klæða varamannaskýlin, en á dögunum fékk félagið að eiga nýjar bárujárnsplötur sem ættu að duga utan um annað skýlið. Þá langar okkur einnig að smíða pall fyrir utan gámana þannig að gras og drulla berist síður inn í þá og þannig væri snyrtilegra í kringum þá. Það eru því spennandi tímar framundan hjá okkur.


Við erum stolt af því starfi sem við bjóðum upp á og þakklát öllum þeim örlátu sjálfboðaliðum sem eru alltaf tilbúnir að leggja okkur lið.


Við viljum jafnframt þakka Grundarfjarðarbæ fyrir samvinnuna og skilninginn á þessu brýna verkefni.


Búið að setja niður nýtt aðstöðuhús á íþróttavelli
Búið að setja niður nýtt aðstöðuhús á íþróttavelli
Verið að koma gámahúsunum á rétta staði
Verið að koma gámahúsunum á rétta staði
Dugnaðarforkar létu ekki smá rigningu stoppa sig í framkvæmdum
Dugnaðarforkar létu ekki smá rigningu stoppa sig í framkvæmdum
ree

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page