top of page
Search

Blakmót HK

  • umfgrund
  • Oct 30, 2024
  • 1 min read

Updated: Oct 31, 2024

33 iðkendur frá blakdeild UMFG gerði góðan leiðangur á blakmót HK á síðustu helgi. Mótið var tvískipt þar sem U14 og U16 kepptu á fyrri hluti Íslandsmótsins og U12 kepptu á Haustmóti HK. Keppt var bæði í Kórnum og Digranesi. Seinni hluti Íslandsmótsins mun fara fram á Húsavík (U16) og Ísafirði (U12 og U14) í maí á næsta ári. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og er óhætt að segja að framtíðin í blakinu hér í Grundarfirði sé björt.


Farið var með þrjú lið í U12. Eitt lið endaði í 1.sæti, annað í öðru sæti og þriðja í 4.sæti eftir frábært mót og baráttu.


Í U14 flokki vorum við með tvö lið, eitt stelpulið og eitt strákalið. Strákarnir enduðu í 3.sæti eftir 5 unna leiki og 2 tapaða. Stelpurnar enduði í 1.sæti eftir æsispennandi leiki.


U16 stelpur enduðu í 4.sæti í efsta styrkleika, en þær unnu 3 leiki og töpuðu þremur.


Einnig var einn iðkandi í U16 kk sem fékk að keppa með Vestra og stóðu þeir sig einnig mjög vel.


Foreldrar frá UMFG fjölmenntu í stúkuna og hvöttu liðin áfram. Einnig voru nokkrir foreldrar sem tóku að sér liðstjórn og gistu með hópnum ásamt Mladen þjálfara. Við þökkum þeim fyrir að halda utan um hópinn og gera þeim kleift að fara á mót sem þetta.


ÁFRAM UMFG!

















 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page