top of page
Search

Foreldrafundur

  • umfgrund
  • Nov 19, 2024
  • 1 min read

Þriðjudaginn 12. nóvember hélt Ungmennafélagið foreldrafund í Samkomuhúsinu. Fundurinn var liður í því að kynna það góða starf sem unnið er af Ungmennafélaginu í íþróttastarfi barna bæjarins, sem eru mikilvægustu málefni hverrar byggðar. Í Grundarfirði er boðið upp á FIMM íþróttagreinar auk rafíþrótta, íþróttaskóla og einnig er starfrækt öflug skíðadeild keyrð áfram af harðduglegum sjàlfboðaliðum. Það er vægt til orða tekið að við séum öfunduð af nágranna sveitarfélögunum að bjóða upp á svo margar greinar, eitthvað fyrir alla.


Fundurinn gekk í raun út à það að þjálfarar hverrar greinar sögðu frá starfi sínu og markmiðum, foreldrar fengu að spyrja og forvitnast eftir hverja kynningu og sköpuðust skemmtilegar og góðar samræður. Við, þetta litla samfélag erum gríðarlega rík af góðum þjàlfurum og öflugum sjálfboðaliðum sem gera það kleift að við getum boðið upp á svona margar greinar og því ber að fagna.


Það var samhljómur fundarmanna að starfið er gríðarlega öflugt, og þá sérstaklega í ljósi þess að íþróttaaðstaðan hér í bæ hefur heldur betur fengið að sitja à hakanum síðustu ár, sérstaklega þegar að horft er til annarra sveitarfélaga, og eru þjàlfarar okkar orðnir snillingar í að sníða stakk eftir vexti miðað við fjölda iðkenda.


Áfram UMFG alltaf, allstaðar!



ree

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page