Frábær blakhelgi á Ísafirði
- umfgrund
- May 19
- 2 min read
Updated: May 20
Seinni hluti Íslandsmótsins í flokki U12 og U14 fór fram á Ísafirði um helgina. Blakdeild UMFG fór með sex lið á mótið, þar af fjögur í U12 flokki og tvö í U14 flokki. Alls spiluðu iðkendur okkar 33 leiki og sigruðu 26 af þeim. Krakkarnir sýndu frábæra takta og uppskáru eftir því. Tvö lið UMFG lönduðu íslandsmeistaratitli og margir iðkendur settu persónuleg met. Allir krakkarnir voru bæði foreldrum sínum og UMFG til sóma.
Gaman var að sjá hversu margir foreldrar og fjölskyldur ferðuðust á Ísafjörð og hvöttu liðin áfram.
Það er ekki hægt að fara með svona stóran hóp á mót sem slíkt nema hafa gott fylgdarlið og voru margir foreldrar sem gistu með krökkunum í skólanum og fylgdu þeim í mat og í leikina. Takk fyrir ykkar framlag.
Eftir að blakmótinu lauk kepptu sex stelpur úr hópi UMFG við Vestra í fótbolta með Snæfellsnessamstarfinu þar sem að okkar stelpur lönduðu sigri eftir æsispennandi leik.
Framtíðin er björt - ÁFRAM UMFG 🏆🥇🏐





















Comments