top of page
Search

Gott gengi á N1 móti

  • umfgrund
  • Jul 7
  • 1 min read

Um síðastliðna helgi var N1 mót KA haldið á Akureyri. Alls fór Snæfellsnes samstarfið með 24 keppendur á mótið og kepptu þeir í þremur liðum. Iðkendur UMFG voru 9 talsins. Keppt var á fyrsti degi í riðlakeppni og eftir þann dag var endurraðað í styrkleika. Margar fjölskyldur fóru með keppendum og tóku virkan þátt í mótinu með því að taka vaktir, fylgja í mat og styðja við liðin. Þjálfarar félagsins þeir Gunnar Andri og Pálmi sáu um að stýra liðunum á mótinu.

Það er ánægjulegt að segja frá því að tvö liðanna komu heim með verðlaunapening og bikar, lið 1 sigraði dönsku deildina og var Magni Rúnar valinn maður leiksins í úrslita leiknum. Lið 2 endaði í 3.sæti í sínum styrkleikaflokki og lið 3 endaði í 7.sæti í sínum styrkleika. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá mótinu.


Áfram Snæfellsnes!


Snæfellsnes 1 - Frá vinstri: Gunnar Andri, Hilmar Örn, Guðni Berg, Ölnir Þorri, Aron Leví, Eyþór Henrý, Ísmael, Sigmar Bent, Magni Rúnar og Pálmi
Snæfellsnes 1 - Frá vinstri: Gunnar Andri, Hilmar Örn, Guðni Berg, Ölnir Þorri, Aron Leví, Eyþór Henrý, Ísmael, Sigmar Bent, Magni Rúnar og Pálmi
Liðsfundur hjá liði 1
Liðsfundur hjá liði 1
Snæfellsnes 2
Snæfellsnes 2
Snæfellsnes 1 - Blautir en glaðir með úrslit leiksins
Snæfellsnes 1 - Blautir en glaðir með úrslit leiksins
Gleðin var við völd eftir úrslitaleikinn
Gleðin var við völd eftir úrslitaleikinn
Snæfellsnes 3
Snæfellsnes 3

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page