top of page
Search

Gott gengi á Íslandsmóti

  • umfgrund
  • Mar 21
  • 1 min read

Meistaraflokkur kvenna í 6. deild kláraði íslandsmótið um síðustu helgi og stóðu stelpurnar sig mjög vel og enduðu í 3. sæti. Keppt var þrjár helgar í vetur. Liðið er blandað af eldri og ungum iðkendum. Þær ungu komu sterkar inn í þetta lið.

Stelpurnar spiluðu fimm leiki um síðustu helgi og unnu þrjá af fimm leikjum. 13 hrinur í heildina og unnu 7 af þeim.


Mikil fjölgun hefur verið í meistaraflokknum þetta árið og hafa margir nýliðar bæst í hópinn, bæði úr Grundarfirði og Snæfellsbæ. Nýliðarnir fengu að spreyta sig í 6. deild í ár og stóðu þær sig mjög vel og tóku þeir miklum framförum á milli keppna.


Til hamingju með þennan flotta árangur - Áfram UMFG!



Mynd frá einu mótanna í vetur
Mynd frá einu mótanna í vetur

Gleði í hópnum eftir gott gengi
Gleði í hópnum eftir gott gengi

Hópurinn sem keppti um helgina
Hópurinn sem keppti um helgina

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page