Iðkendur frá UMFG í úrslit
- umfgrund
- Feb 10
- 1 min read
Bikarmót U16 í blaki fór fram á Akureyri helgina 1. - 2. febrúar sl. Til stóð að fara með lið á mótið en þar sem veðurspá var slæm hættu nokkrar við að fara. Svo úr varð að þrjár stelpur frá UMFG fóru og spiluðu með Völsungi á mótinu. Það voru þær Amanda Kolbrún, Alexandra Björg og Krista Rún. Liðið gerði sér lítið fyrir og komust í úrslit og munu þær spila til úrslita í Digranesi þann 8. mars nk.





Comments