Líf og fjör á Grundarfjarðarvelli
- umfgrund
- May 27
- 1 min read
Það var líf og fjör á Grundarfjarðarvelli á sunnudaginn þegar þrír leikir í 5.flokki voru spilaðir á Íslandsmótinu. Snæfellsnes 1 drengja mætti Leikni Reykjavík og unnu þeir þann leik 4-1. Snæfellsnes 2 drengja mætti öðru liði Leiknis Reykjavíkur en töpuðu leiknum 9-4. Stelpurnar í 5.flokki áttu síðasta leik dagsins og endaði sá leikur á 10-2 tapi. Veðrið lék við okkur og var gaman að sjá hversu margir mættu á völlinn og hvöttu krakkana áfram.
Við ákváðum að prófa að vera með sjoppu á staðnum og lukkaðist það mjög vel. Við þökkum þeim sem tóku vaktir í sjoppunni fyrir sitt framlag og alla sem versluðu í sjoppunni fyrir góðar undirtektir.
Í sumar verða fleiri leikir á dagskrá á vellinum, nánar auglýst síðar.










Comments