Ný vörulína UMFG
- umfgrund
- Nov 21, 2024
- 1 min read
Hver man ekki eftir gömlu góðu UMFG göllunum?
Við fengum Jako til að gera vörulínu fyrir félagið. Fólk getur hér eftir verslað fatnað merktan félaginu í vefverslun og verslun Jako, sjá hér. Við völdum nýja peysu sem var að koma til þeirra og fleiri vörur sem við viljum bjóða upp á.
Það verður afsláttur í tilefni af Black friday á næstu dögum og biðjum við ykkur um að fylgjast með því ef þið viljið nýta ykkur það tilboð.
Þeir sem tóku þátt í vinnudegi UMFG á íþróttavellinum í vor geta sent félaginu staðfestingu á kaupum á peysu og fengið hluta af henni endurgreidda frá félaginu.
Tilvalin jólagjöf fyrir íþróttakrakkana okkar.
Áfram UMFG!




Comments