Sigur eftir oddahrinu
- umfgrund
- Mar 4
- 1 min read
Meistaraflokkur kvenna keppti tvo leiki um síðustu helgi. Fyrri leikurinn var á heimavelli á móti Blakfélagi Hafnarfjarðar, en þeim leik töpuðu stelpurnar hjá UMFG eftir flotta baráttu allan tímann. Á sunnudaginn kepptu þær við Vestra á Ísafirði. Stelpurnar lentu 2-0 undir og jöfnuðu 2-2. Úrslitin réðust því í oddahrinu og sigruða UMFG í þeirri hrinu. Leikurinn endaði því 3-2 fyrir okkar stelpum. Stelpurnar sýndu flottan karakter og voru bæði sér og félaginu til sóma.
Áfram UMFG, alltaf og allsstaðar!






Comments