Skráning á haustönn 2025
- umfgrund
- Sep 5
- 1 min read
Nú er skráning hafin fyrir haustönn. Við viljum hvetja alla til að ganga frá skráningu í íþróttir sem fyrst, því það er mikilvægt að þjálfarar sjái hversu margir iðkendur verða í hverri grein. Gert er ráð fyrir að allir séu búnir að ganga frá skráningu fyrir 1.október 2025. Eftir það verða greiðsluseðlar sendir í heimabanka foreldra.
Við viljum minna á að ef einhver hefur ekki tök á að greiða núna fyrir íþróttirnar þá er hægt að skipta greiðslunum inni á Abler. Ef það gengur ekki vinsamlegast hafið samband við gjaldkera og við finnum lausn á því.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/umfgrundarfjardar




Comments