top of page
Search

Símamótið

  • umfgrund
  • Jul 13
  • 2 min read

Updated: Jul 14

Snæfellsnes samstarfið fór með 3 lið á Símamótið í Kópavogi um helgina. Alls voru 12 iðkendur frá UMFG sem tóku þátt í mótinu. Mótið er aðeins fyrir stelpur. Mótið byrjaði á fimmtudaginn með mótssetningu og skrúðgöngu og keppnin byrjaði á föstudaginn. Stelpurnar spiluðu nokkra leiki hvern dag og stóðu sig með stakri prýði.


5.flokks stelpur enduðu í 3.sæti í sínum styrkleika ásamt ÍBV eftir frábæra frammistöðu á mótinu, en þess ber að geta að undanúrslitaleikurinn fór í framlengingu og endaði með tapi okkar stelpna. Pálmi Jóhannsson sá um þjálfun 5.flokks á mótinu.


6.flokks stelpurnar stóðu sig einnig mjög vel á mótinu en margar stelpnanna eru nýbyrjaðar að æfa fótbolta og var þetta annað mót nokkurra stelpna, en leikirnir voru mjög jafnir og þó þeir hafi ekki endað með sigri, þá var gleðin við völd og stelpurnar sýndu mikla baráttu og jákvæðni. Telma Dís Heimisdóttir frá Víking Ó. sá um þjálfun 6.flokks stelpna.


7.flokks stelpurnar stóðu sig einnig með strakri prýði þrátt fyrir að hafa ekki spilað til úrslita. Þær sýndu einnig mikinn baráttuvilja og gerðu sitt besta. Foreldrar og Telma Dís Heimisdóttir sáu um þjálfun 7.flokks.


Dagskrá mótsins var hin glæsilegasta, en liðunum var einnig boðið upp á að fara í Fjölskyldu og húsdýragarðinn, sund, bíó og kvöldvöku.


Það var gaman að sjá að stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel fyrir mótið og voru margar hverjar með fléttur með bláu hári í eða bláu spreyi til að leggja áherslu á lit liðsins síns.


Stelpurnar í 7.flokki á liðsfundi
Stelpurnar í 7.flokki á liðsfundi
Pálmi sá um þjálfun í 5.flokki
Pálmi sá um þjálfun í 5.flokki
Stelpurnar í 5.flokki fagna marki
Stelpurnar í 5.flokki fagna marki
Elín Björg í 6.flokki tilbúin að hlaupa af stað í leik á móti Haukum
Elín Björg í 6.flokki tilbúin að hlaupa af stað í leik á móti Haukum
Gleðin var aldrei langt undan hjá 7.flokks stelpunum
Gleðin var aldrei langt undan hjá 7.flokks stelpunum
Liðin fagna saman í leikslok
Liðin fagna saman í leikslok
6.flokks lið Snæfellsness með Telmu Dís þjálfara og landsliðskonunni Sædísi Rún sem er ættuð úr Ólafsvík og keppti áður fyrir hönd Snæfellsness
6.flokks lið Snæfellsness með Telmu Dís þjálfara og landsliðskonunni Sædísi Rún sem er ættuð úr Ólafsvík og keppti áður fyrir hönd Snæfellsness
Stelpurnar í 7.flokki í baráttu um boltann á móti Stjörnunni
Stelpurnar í 7.flokki í baráttu um boltann á móti Stjörnunni
Liðsfundur hjá 5.flokki
Liðsfundur hjá 5.flokki

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page