Uppskeruhátíð 17. júní
- umfgrund
- Jun 19
- 2 min read
Líkt og undanfarin ár hélt félagið upp á uppskeruhátíð sína á 17. júní. Dagskrá hófst með upphitun fyrir Kvernár- og Grundarhlaupi að Grundargötu 30 kl. 9:45. Grundarhlaup var ræst út kl. 10:00, en breyting var gerð á hlaupinu í fyrra þar sem ákveðið var að hlaupa fram og til baka. Það var einnig gert í ár. Alls tóku 12 manns þátt í hlaupinu og sigraði Kristján Pétur Runólfsson hlaupið í ár. Þegar hlauparar voru komnir áleiðis til baka var ræst út Kvernárhlaupið en það var hlaupið frá afleggjaranum að Kverná að Grundargötu 30. Alls tóku 18 manns þátt í Kvernárhlaupinu. Arney Erla Júlísdóttir og Kristín María Magnúsdóttir komu báðar á sama tíma í mark og deila þær því sigrinum. Að lokum var þreyttum hlaupurum boðið upp á ávexti.
Eftir að hlaupið hófst sundmót félagsins þar sem 8 iðkendur tóku þátt. Gaman var að sjá að margir iðkendur bættu tímana sína á milli ára. Kristín Halla sá um bæði hlaupin og sundmótið og þökkum við henni kærlega fyrir það.
Félagið bauð svo iðkendum og fjölskyldum upp á pylsur og safa ásamt því að gefa öllum iðkendum félagsins flískraga með merki félagsins. Eftir grillið voru veitt verðlaun fyrir hlaupin og sundmót.
Stjórn félagsins ákvað að taka aftur upp hvatningarverðlaun og veita viðurkenningar fyrir bestu mætingu og mestu framfarir á árinu. Allir sem hlutu viðurkenningar fengu merktan eignarbikar.
Hér að neðan er samantekt á hverjir fengu viðurkenningar:
Badminton
Besta mæting: Kjartan Alexander
Mestu framfarir: Einir Hugi
Blak
Besta mæting: Oliwia
Mestu framfarir: Hrafney Dóra
Frjálsar
Besta mæting: Birgir Leifur
Mestu framfarir: Markús Örn
Rafíþróttir
Besta mæting: Ölnir Þorri
Mestu framfarir: Polina
Fótbolti
Besta mæting: Alexander Guðni
Mestu framfarir: Kacper
Fimleikar
Besta mæting: Aþena Kristín
Mestu framfarir: Berghildur
Til hamingju með viðurkenningarnar.
Við viljum þakka Kjörbúðinni fyrir ávextina í hlaupinu og Mæstro fyrir safann í grillinu.
Þeir iðkendur sem eiga eftir að fá flískraga í gjöf geta haft samband við Ingibjörgu Eyrúnu.





















Comments