top of page
Search

Vel heppnað blakmaraþon

  • umfgrund
  • Nov 18, 2024
  • 1 min read

Blakdeild yngri flokka hefur nú lokið BLAKMARAÞONI 2024.


Maraþonið hófst kl. 10:00 sunnudaginn 17. nóvember og stóð til kl. 22:00 um kvöldið. Dagskráin var fjölbreytt en byrjað var á tækniæfingum fyrir alla hópa og síðan tóku við æfingaleikir á milli iðkenda og fjölskyldna, síðan við hvort annað og eldri flokkar spiluðu við meistaraflokk UMFG.


Þetta tilraunaverkefni heppnaðist ótrúlega vel. Iðkendur stóðu sig frábærlega, lögðu sig fram á æfingum og í leikjum, hjálpuðu til við dómgæslu, umgjörð leikja og voru hvetjandi hvort við annað.


Takk allir sem mættu í stúkuna, bökuðu, hjálpuðu, tóku þátt og styrktu krakkana - þetta væri ekki hægt án ykkar.


Safnast hefur yfir 500.000 kr. sem gerir okkur kleift að halda áfram því góða starfi sem blakdeildin er að vinna.


Takk, takk og aftur takk fyrir stuðninginn kæru íbúar Grundarfjarðar.


ÁFRAM UMFG



ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page