top of page
Search

Víkingur Ó í úrslit

  • umfgrund
  • Sep 22
  • 1 min read

Updated: Sep 23

Grundfirðingarnir Reynir Már Jónsson og Haukur Smári Ragnarsson hafa verið að spila í sumar með meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur. Um síðastliðna helgi mættu þeir Gróttu á Seltjarnarnesinu þar sem Víkingsmenn unnu leikinn í vítaspyrnukeppni. Víkingur Ólafsvík mun því mæta Tindastóli í úrslitum á Laugardalsvelli föstudaginn 26. september næstkomandi kl. 19:15.


Reynir Már og Haukur Smári hafa alla tíð spilað fótbolta hér á nesinu, á yngri árum æfðu þeir hjá UMFG og síðar hjá Víkingi Ólafsvík. Það sannar sig enn og aftur að Snæfellsnes samstarfið skiptir sköpum í fótboltanum hér á nesinu. Strákarnir eru einnig góðar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur.


Við viljum hvetja sem flesta til að fara á leikinn á föstudaginn og styðja strákana okkar og Víking Ólafsvík til sigurs.


ree
ree
ree
ree

 
 
 

Comments


Back to Top
Ungmennafélag Grundarfjarðar
Sólvöllum 3
350 Grundarfjörður 
umfgrund@gmail.com
Back to Top
bottom of page